Svefngrímur

Svefngrímur og notkun á þeim og gæði

Góðan dag.

Hvað getið þið sagt mér um svefngrímur? Bæta svefngrímur svefnin? Liggja miklar rannsóknir varðandi notkun á þeim? Er eitthvað til í því að fólk vakni þyngra á morgnana eftir nætursvefn með grímu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Svefngrímur eru eins misjafnar og þær eru margar, bæði að lögun og úr hvaða efni þær eru gerðar. Þegar maður velur sér svefngrímu eru nokkur atriði sem maður þarf að hafa í huga eins og t.d. á gríman að vera flöt eða bólstruð, viltu hafa svamp, gel, silki eða eitthvað annað efni, hvernig festing hentar þér best og svo hugsa um það hver er tilgangurinn með grímunni. Svefngrímur hafa oft það orð á sér að vera fylgihlutur fræga, fína og sérstaka fólksins en rannsóknir sýna að þær gera gagn og eru ekki bara til skrauts.

Ljós (úr umhverfi, símar, sjónvörp, tölvur), sérstaklega á kvöldin/næturnar, geta truflað líkamsklukkuna okkar eða þann hluta sem stýrir svefn- og vökumynstri. Útsetning fyrir gerviljósi bælir melatónín (svefnhormónið) framleiðslu, sem síðan getur leitt til svefnvandamála eða truflana eins og svefnleysi. Hægt er að finna rannsóknir um grímunotkun á veraldarvefnum, þær sýna t.d. fram á það að maður nær betri og lengri djúpsvefni eða REM svefni, þær hjálpa einstaklingum sem þjálst af auknþurrki og að þær auka líkamlega og andlega vellíðan. Læt fylgja með smá frekari lesningu um málið.

Gangi þé/ykkur vel.

https://sleepopolis.com/blog/benefits-of-sleep-masks/

https://mantasleep.com/pages/the-science-of-sleep-masks

https://www.healthline.com/health/sleep-mask-game-changer

https://www.nosleeplessnights.com/best-sleep-mask-reviews/

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.