svefn

Góðan dag
Konan mín, 29 ára hefur bitið svo fast saman í svefni að hún er þreytt í kjálka og tönnum þegar hún vaknar. Þetta ástand hefur varað í rúmlega viku en ekkert óvenjulegt stress hefur verið að hrjá hana. Eru einhverjar skýringar og lausnir?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er ekki óalgengt  og oftast er undirliggjandi skýring einhver streita eða áhyggjur og hjá flestum gengur þetta yfir.

Sumir ná sér hins vegar  ekki út úr þessu og þá er ráðlagt að leita til læknis og/eða tannlæknis  vegna þess að til lengri tíma getur þetta haft óæskileg áhrif á tennurnar og kjálkaliðinn.

Gangi ykkur vel