svefn

Ég virðist ekki geta sofnað án þess að liggja á öðrum eða báðum höndum og með koddann vel þrýst upp i gagnaugað svona eins og til að minnka blóðflæði. Þetta veldur þvi að ég vakna reglulega nánast blóðlaus i öðrumhvorum handlegg og ég þarf alltaf að gefa mér 1 min áður en ég stend upp úr rúminu. Ég er þá lika oft dofinn i mjóbaki svona þangað til ég stend á fætur.

Hvað er þetta og er eitthvað sem ég get gert í þessu, hef verið svona eins lengi og ég man. Búið að taka blóþrýsting mælingar en allt i góðu þegar ég fer i það

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja hvað þetta getur verið án þess að skoða þig, en mögulega getur verið um einkenni frá stoðkerfinu að ræða. Ef þú ert aum/ur aftan á hálsi og í herðum getur það bent til vöðvabólgu og eins getur þú verið með bólgur í mjóbaki sem valda einkennum niður í fætur. Hitameðferð, rétt hreyfing/teygjuæfingar og jafnvel bólgueyðandi meðferð og sjúkraþjálfun gæti gagnast þér. Þú ættir að panta þér tíma hjá heimilislækni sem skoðar þig og ráðleggur þér í framhaldinu.

Gangi þér vel.