Svartur blettur á röntgenmynd á brjósti

Hæhæ.

Ég fór í röntgen vegna hryggskekkju en fékk síðan myndirnar sendar til að geta átt þær og tók eftir stórum blett öðru megin þar sem brjóstið er. Ég er með sílikon púða en þeir sjást alveg eðlilega finnst mér. Hvað gæti þetta verið ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt fyrir leikmann að lesa í röntgenmyndir. Þetta getur verið skuggi af líffæri t.d. hjarta. Þú getur farið með myndirnar til þíns heimilislæknis og hann hjálpað þér að finna út hvort þetta er eitthvað sem þarf að athuga.

 

Gangi þér vel.