Svartir blettir í hársverði og augasteinar stækka og minnka

Hæ,
ég hef vaknað með svarta bletti í hársverði og stundum andliti nú í hálft ár, ég skil ekkert í þessu. Það er frekar erfitt að þurka þá af en það tekst þó alltaf á endanum. Ég hef flutt á þessu tímabili svo það er ekkert sem tengist umhverfinu sem gerir þetta. Ég vakna alltaf á hverjum morgni með nokkra nýja bletti í hausnum. Einnig langaði mig að spurja að öðru, ég var næstum sofnuð í dimmu herbergi og fór síðan inn á bað þar sem ég kveikti ljós. Þá tók ég eftir að það var eitthvað skrítið við augun mín, þegar ég horfði betur voru augasteinarnir mínir og stækka og minnka mjög hratt til skiptis, er einhver skýring á þessu? Takk

Sæl.

Ef þú getur þurrkað blettina af þér er þetta lang líklegast eitthvað sem kemur utan frá t.d. krem,meik eða eitthvað úr umhverfinu. Það er eðlilegt að sjáöldur dragist saman og víkki eftir birtumagni í herbergi svo ef þú ert að koma úr myrkri í miklabirtu dragast augasteinar saman og síðan öfugt þegar farið er úr birtu í skugga þá víkka sjáöldurinn til að hleypa meiri birtu inn.  Annars er best að fá skonum hjá þínum heimilislækni á þessum blettum.

Gangi þér vel