Sumar og kvef

Sumar og kvef.

Sumarið nálgast og þá byrjar kvefið og horið. Fór í ofnæmispróf síðasta sumar og var ekki með ofnæmi. Fékk ekkert kvef í allan vetur en um leið og sumarið kemur byrjar að leka út nefinu…Hvað getur þetta verið.

Kveðja

 

Sæl  og takk fyrir fyrirspurnina

Það erfitt að segja til um hvað þetta er- líklegast ereitthvað sem tengist sumrinu sem veldur ofnæmissvari hjá þér.

Það kemur ekki fram hjá þér hverig ofnæmispróf var tekið. Farðu til læknis meðan einkennin eru til staðar og fáðu hans hjálp við að greina þetta betur.

Hægt er að kaupa ofnæmistöflur án lyfseðils til að prufa hvort einkennin verða minni en það er ekki gott að gera það áður en þú ferð til læknis því það getur slegið á einkennin.

Með bestu kveðju