Suð í eyra

Góðan dag.

Fékk í morgun suð í eyra, hef venjulega getað blásið í burtu þeim hellum sem ég fæ sérstaklega í hægra eyra. Nú hefur suðið verið stöðugt í 2 klukkustundir. Hef stundum orðið vör við undirþrýsting úr koki að ég held út í eyru. Ég hef stundum hætt að borða mjólkurvörur þá hefur hverskonar slímmyndun minnkað en undanfarið hef ég neytt þeirra í einhverju mæli. Vonda að þetta sé ekki Tínitus.

 

Með kveðju,

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina. Líklega er ráðlegt að kíkja til háls, nef og eyrnalæknis ef þetta er viðvarandi ástand og láta athuga með hvort það er vökvi eða annað í eyrunum sem hægt er að laga.

Gangi þér vel