Strattera, mikill vanlíði

Ég veit ekki hvað ég á að gera..
Ég byrjaði á Strattera 40 mg fyrir fjórum dögum síðan og mér hefur aldrei liðið svona ílla er með miklar sjálfsmorðhugsanir og ég get ekki hætt að gráta því mér líður ekki vel. Hef ekkert borðað síðan í morgun er lystarlaus og orkulaus.
Ég er 23 ára kvk og er greind með ADD og er með þunglyndi og kvíða.
Á ég að hætta á Strattera
(Á ekki tíma hjá geðlækni fyrr en í lok næstu viku.)

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er vel þekkt að fyrstu dagana (allt að 2 vikum)  eftir að þú byrjar að taka lyf við þunglyndi og kvíða getur líðaning versnað áður en þér fer að líða betur. Ekki gefast upp en skildu eftir skilaboð til læknisins sem skrifaði upp á lyfið því hann verður að heyra í þér varðandi framhaldið. Nýttu þér einnig allann mögulegan stuðning sem þú getur fengið hjá vinum og ættingjum, vinalínu rauðakrossins og/eða hjá kirkjunni eða hvar eina sem þér hentar að sækja þér stuðning.

Gangi þér vel