Stopp á blæðingum?

Ég er 17 ára gömul, ég hef aldrei stundað kynlíf, hef aldrei verið á pillunni. Það sem ég var að pæla, er það eðlilegt að ég byrji ekki á blæðingum í 1 mánuð og byrji svo þann næsta mánuð? og líka, ég er ekki búin að vera að fylgjast svakalega mikið með blæðingunum mínum, og núna var að ég fatta að ég byrjaði ekki í síðasta mánuði og er ekkert byrjuð í þessum mánuði :/ Veit ekki hvort ég ætti að hafa einhverjar áhyggjur, ert þú með einhver ráð?
Vonast til þess að fá svar sem fyrst!!

Sæl

Ef það er öruggt að þú sért ekki ólétt þá er ólíklegt að þetta sé eitthvað til þess að hafa áhyggjur af einkum þar sem þú ert svo ung og hórmónakerfið er ennþá að fínstilla sig hjá þér.  Sumar konur eru alltaf með óreglulegar blæðingar og sumar lenda í þessu tímabundið án þess að það finnist nokkur skýring. Þetta á sérstaklega vel við um  konur sem eru að æfa mikið.

Mestar líkur eru á að þú  færist hægt og rólega yfir í einhverja reglu, sérstaklega ef þú ert ekkert að hafa miklar áhyggjur af þessu því streita og álag getur valdið óreglu í tíðahringnum.

Gangi þér vel