stoma ristils pokar.

er hægt að lifa eðlilegu lifi

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Já það er hægt að lifa eðlilegu lífi með stóma. Ég vil endilega benda þér á heimasíðu Stómasamtaka Íslands hér. Þar er hægt að lesa sér til um allt sem viðkemur stóma. Það er að byrja námskeið í október sem ber nafnið líf með stóma en hér má sjá nánari upplýsingar sem ég hvet þig til að kynna þér.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur