Stoðverkir.

Sæl/sæll 🙂 Mig langar að spyrjast fyrir um stoðverki, ég veit ekki hvað ég á að segja en mér líður mjög illa,ég hef verið að reyna að gera allt,ég hef verið í sjúkranuddi,sjúkraþjálfun(,mjög öflugr)i,og sundleikfimi,ég gafst uppá þessu fyrir verkjum:( Ég er núna að reyna að gera eitthvað sjálf og á mínum hraða,en það virðist ekkert breyta neinu:( Ég fer á hjólið í ræktinni og á stívélina(hún er mýkri en brettið) Ég geri allar æfingar á mottu sem ég hef lært,ég geri allar teygju æfingar…:( en samt…líður mér Hell… eftir þetta,í dag varð ég að taka vöðvaslakandi lyf!!! eftir að ég kom heim úr ræktinni!!! því að mér leið mjög illa í skrokknum,það brakaði í öllum liðum:( Já þetta lýsir sér eins og liðagigt,hugsar þú núna,en læknarnir hér hafa sagt mér að það hafi ekki sést nein gigt í blóðsýninu frá mér)Reyndar er ég með sóra exem,…og hef heyrt um sóra gigt???sem mælist ekki við blóðsýni,en ég á tíma hjá gigtarlækni í júní,og ef þetta er ekki gigt!… þá verð ég að þreifa mig áfram, ég hugsa oft…að ef,ég væri böðuð blóði og smá skurðum,þá yrði ég tekin alvarlega og agut forgangur,en ekki núna:)Í dag er mér sagt að ég sé svo stirð… og að það verði að losa um þennan striðleika…,öll hreyfing er góð,og bara nauðsynleg! ég man bara þann tíma sem að ég fann til vellíðunar:) En núna finn ég til …vanlíðunar:( Af hverju er ég svona verkjuð! af hverju get ég ekki einu sinni treyst á það að gera helgar innkaup í Bónus! nema að hanga á helv… innkaupargrindinni? Ég á ekki mikinn pening og hver sérfræðingur kostar mikið,svo að ég verð að velja blint!….En ef ske skildi að þú Hr./frk. doktor,is myndir vilja svara mér,eða vera með einhverjar hugmyndir,þá yrði ég mjög þakklát…því í rauninni er ég 1… Knús á ykkur xxx
Ps. Ég vil ekki að þetta bréf verði opinbert!

 

Sæl.

Þetta er ekki gott ástand hjá þér en fyrstu viðbrögð okkar eru að þarna sé um að ræða einhverja tegund gigtar,gæti verið vefjagigt eða sóra gigt eins og þú nefnir. Gigtarlæknir finnur út úr því ef um gigt er að ræða. Sumir hafa tengt ákveðnu fæðuóþoli lið-og stoðkerfisverkjum. T.d. óþol fyrir mjólkurvörum,aukaefnum í mat eða sykri,hveiti. Þú gætir prufað þig áfram þar til þú kemst til gigtarlæknis og tekið út einstaka fæðuflokka í einhvern tíma. Sund hefur yfirleitt góð áhrif á stoðverki. Hitinn í vatninu lina verki og eins þessi mátulega mótstaða við sundtök sem styrkja vöðvana. Annars ertu að gera rétt með að leita með þessi einkenni til gigtarlæknis.

Gangi þér vel.