stingir í nafla

hæhæ var að velta fyrir mér ég er búin að vera með stingi í naflanum og kringum hann sem leiðir upp í magan vinstra megin, og verki í vinstri síðuni sem leiðir aftur í bak, fór í ómun og ekkert naflaslit á ferð, ekki ólétt svo ég hef ekki grænan grun hvað þetta getur verið en þessir verkir eru mjög óþæginlegir, þeir eru búinir að vera í 3 vikur. og koma á hverjum degi. eru þið með einhverjar ráðleggingar fyrir mig.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú virðst hafa farið í rannsóknir sem hafa ekki leitt neitt sérstakt í ljós. Í kjölfarið á slíkum rannsóknum er eðlilegast að þú ræðir við þann lækni sem sendi þig af stað um það hvað gæti verið á ferðinni annað og hvað sé best við því að gera.

Gangi þér vel