Stilnoct eða Halcion

Ég veit að það eru ekki sömu efni í þessum lyfjum en hver er megin munurinn á þeim ég nota stilnoct sem virkar í 2-3 tíma fyrir mig en ég las á fylgiseðli Halcion að það virkaði 6-7 tíma, er þetta lyf eitthvað hættulegra ?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Halcion, sem inniheldur virka efnið tríazólam, er svefnlyf, notað í skammtímameðferð við svefnleysi, þegar svefnleysið er alvarlegt eða örkumlandi og veldur verulegum vandamálum. Auk svæfandi áhrifa hefur það róandi, kvíðastillandi, vöðvaslakandi og krampastillandi áhrif.

Stilnoct inniheldur virka efnið zolpidem. Lyfið er svefnlyf, það hefur ekki kvíðastillandi áhrif eins og Halcion og hentar betur í þeim tilfellum þegar svefntruflanir tengjast ekki kvíða.

Í fylgiseðli um þessi lyf er skráð að þau bæði virki í 6-7 tíma. Ef að Stilnoct virkar aðeins í 2-3 tíma fyrir þig ertu mögulega komin með þol fyrir lyfinu ef þú hefur notað það í langan tíma, svo er spurning hvort að þér finnist Halcion virka betur fyrir þig vegna þess að það er einnig kvíðastillandi og róandi.

Lyfin eru ekki hættuleg en þau eiga aðeins að nota í skamman tíma vegna ávanahættu. Ef lyfið er notað lengi í senn getur svefn versnað við það eitt að hætta skyndilega töku lyfsins

 

Gangi þér vel,

 

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur