Stífla í nefi, höfuðverkur

Góðan daginn,
Ég hef verið með stíflu í nefi í þó nokkurn tíma ásamt hvössum höfuðverk þó aðalega á áhveðið svæði efst á höfuðkúpu, en stundum fæ ég mjög mikin verk í höfuðið með tilheyrandi svima, annars get ég verið mjög góður inn á milli og geta þá verið vikur þar til ég fæ þennan verk aftur. hef verið með í hálsinum eftir að ég rak höfuðið upp undir í vinnunni og þegar ég sný höfðinu þá hljómar það eins og ósmurðir liðir að hreyfast, gæti þetta eitthvað tengst?
það hefur hjálpa mér að þrýsta fast með þumlinum á milli augnanna í svona 5 sek þá virðist létta á einhverju. hmm hvað meira, já stöðugur verkur í brjóstkassa, mig minnir að þessi endi kallist Xhiphoid.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar eins og einkenni ennis-og kinnholubólgu. Best er að nota nefúða í nokkra daga t.d Neseril eða Otrivin sem fæst án lyfseðils. Eins að hafa hærra undir höfði þegar þú liggur út af. Gufubað hjálpar stundum að losa stíflur. Ef þetta hjálpar ekki skaltu leita til læknis. Varðandi einkenni frá hálsliðum þarf læknir að skoða þau og meta hvort þú hafir hlotið áverka þar.

 

Gangi þér vel