stanslaus svimi hvað get eg gert ?

góðan daginn það er margt buið að angra mig þessa dagana með mig sjalfa for til læknis utaf lungunum og eg varla næ að taka þessi syklalyf sem mer var gefinn utaf eg kugast bara og kugast og nuna bara siðastliðna daga er eg buin að vera með svakaleg svimakost og vanliðan hvað getur verið að valda þessu og hvað get eg gert ???

Sæl/ og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að heyra aftur í lækninum því þessi einkenni geta verið aukaverkun af sýklalyfjunum og þá getur þurft að breyta um meðferð. Það geta líka verið aðrar ástæður fyrir svimanum eins og bólga í miðeyra sem getur komið í kjölfar kvefs og öndunarfærasýkingar. Einn möguleiki enn er að þú sért með góðkynja stöðusvima sem stafar af því örsmáir kalkkristallar í innra eyranu losna. Þessir kristallar eru hluti af jafnvægiskerfinu og ef þeir færast úr stað veldur það svima og jafnvægistruflun. Ógleðin getur verið fylgifiskur svimans.

Þú þarft að komast að því með aðstoð læknis hvað það er sem veldur þessum einkennum hjá þér og þá er hægt að meðhöndla þig á réttan hátt.

Gangi þér vel