stannslausar milliblæðingar/brún útferð

Hæhæ! Ég er dálítið áhyggjufull.

Þannig er mál með vexti, að ég smitaðist af Klamidýu fyrir meira en mánuði síðan og fékk meðferð strax við því, ég var á blæðingum meðan ég fékk niðurstöður, og tók lyfin. (ég notaði túrtappa á meðan-ef það skiptir máli). Azitrómýcín er lyfið sem ég fékk. Eftir að ég tók töfuna var ég með mikla túrverki þrátt fyrir að blæðingum lauk og með stannslausar milliblæðingar.
Ég hafði samband við lækna og þeir sögðu að þetta væri fullkomlega eðlilegt útaf þetta væru sterk lyf og myndi hætta eftir næstu blæðingar.
Ég byrjaði á blæðingum og er búin og er enn á milliblæðingum. Stannslaus brún útferð og túrverkir alla daga. Hvað er í gangi? Ég er orðin svo þreytt á þessu. Hef engan áhuga á því að stunda kynlíf svona, og þarf að skipta reglulega um nærföt-frekar pirrandi.

Ég fór seinna til kvensjúkdómalækni og hún skoðaði mig og tók annað sýni – kom ekkert úr því, skoðaði mig með ómtæki og fannst allt í góðu þarna niðri.

Ég fór uppá spítala um daginn til að láta þær ath málið en þær toku blóðprufur sem komu eðlilega út, þvagprufu sem kom eðlilega út fyrir utan smá blóð í þvaginu sem var væntanlega úr leggöngunum.
Þær töluðu um að ég ætti að skipta um pillu, en ég hef verið á sömu pilluni í einhver ár, getur verið að þetta sé pillan þótt ég sé buin að vera með hana svona lengi? og algjör tilviljun þá að hún allt í einu henti mér ekki á þessum tímapunkti þegar allt í í rugli þarna niðri.

Getur þetta verið einkenni af leghálskrabbameini eða frumubreytingum? Ég er búin að fara í krabbameinsskoðun og bíð eftir niðurstöðum. En ef þetta er ekki það hvað getur þetta mögulega verið?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Aukaverkun af Azitrómýcín er líklegasta skýrinigin á þessum einkennum en í fylgiseðli með lyfinu kemur fram að milliblæðingar geta orðið og þeim fylgja oft túrverkir. Þú ert búin að fara til læknis og fá góða skoðun þar sem allt hefur komið vel út og blóðprufur líka. Það er því ólíklegt að eitthvað alvarlegt sé á ferðinni. Ég ráðlegg þér að bíða og sjá til hvort þetta jafnar sig ekki í næsta tíðarhring en ef það gerist ekki þá mundi næsta skref vera að skipta um pillutegund. Mögulega hefur klamidýusýkingin og lyfjameðferðin við henni sett hormónajafnvægið sem var hjá þér úr skorðum. Þá getur þurft að skipta yfir í nýja pillutegund til að ná jafnvægi á ný.

Gangi þér vel