stærð á getnaðarlim?

Ég er með eina spurningu og það er um meðalstærð getnaðarlims ég er 19 ára og er með mjög lítinn lim þannig að ég var að pæla hvort að það sé eitthvað hægt að gera. Í reisn er hann eitthvað um 13-14 cm langur en ég er hræddur um að hann sé of lítill að hann flokkist undir micro penis.

Hvert á maður að leita vegna vandamáls getnaðarlims?

sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt ótal könnunum á lengd þessa líffæris við fulla reisn  hefur komið í ljós að meðallengd er 13-16 cm en breytileikinn er mikill, frá 9 og upp í 23 cm.

Á síðu landlæknisembættisins um heilbrigði ungs fólks má svo lesa eftirfarandi:

Staðreyndir um typpi

  • Typpi eru mjög ólík að stærð og lögun
  • Meðalstærð typpa er 10-17 cm í reisn
  • Typpastærð er ekki aðalatriðið við að fullnægja stelpu og því virka lítil typpi alveg jafnvel í kynlífi
  • Við standpínu er lítill munur á stórum og litlum typpum.
  • Það er ekki hægt að pissa og fá fullnægingu á sama tíma.

Ef þú ert enn í vafa og vilt fá freakri skoðun og mat þá skaltu leita til heimilislæknis sem metur með þér hvort ástæða sé til þess að hitta þvagfærasérfræðing.

Gangi þér vel