Stækkaður hjartavöðvi.

Málin standa svoleiðis að ég er 24 ára gamall pilltur og undafarna 6 mánudi þá hef ég verið rosalega móður og með rosalega mikin aukatakt í hjartanu og ég hef verið að vakna kannski 10 mín eftir að ég sofna og ég finn hvernig hjartad kreppist saman og ég þarf að berjast við að ná andanum í eitthverjar sekundur og hef líka lent í því að ég sé bara svart í eitthver sek brot og núna undafarið hef ég verið að fá ósjálfráða taugaverki sem lísa sér þannig að ég kippist allur til hendur fótar og haus en ég veit ekki hvort það sé hægt að tengja þetta við það , Ég er marg oft búin að hitta lækni útaf þessu því ég get ekki labbað upp 3 tröppur án þess að anda eins og eftir maraþon og ég hef oftar en einu sinni verid hræddur um líf mitt þegar ég lendi í þessu þegar það er verst og læknanir hafa hingað til viljað meina að þetta sé kvíði sem ég veit að er ekki því ég þekki munin og svo loks fór ég til læknis hjartalænir og hann sagdi mér að hjartavöðvin væri orðin of stór og hann sagdi mér lítið sem ekki neitt hvað það þíðir þess vegna langadi mér að senda þessa fyrirspurn , Hvað þíðir þetta fyrir mig ?

Þakka þér fyrirspurnina

Það er mikilvægt að þú fáir greinargóðar útskýringar á ástandi þínu, ef hjartalæknirinn er búinn að skoða þig og óma getur hann vafalítið veitt þær. Almennt séð stækkar hjartavöðvi vegna álags eins og hás blóðþrýstings en einnig ýmissa annarra þátta. Ef hjartavöðvinn er þykknaður er ekki sama blóðflæði um hann og venjulega, auk þess sem það getur valdið hjartsláttaróreglu eins og þú lýsir. Yfirleitt fylgja slíkri greiningu annað hvort frekari eftirfylgni eða jafnvel lyf.

Þú ættir að tala aftur við lækninn þinn

Gangi þér vel