Spurt um lyf.

Við hverju er Axihromycin stada ?

Sæl/ll og takk fyrirspurnina

Ég reikna með að verið sé að spyrja um Azithromycin stada

Það er samkvæt sérlyfjaskrá:  sýklalyf sem er afleiða af erythromycini og tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast makrólíðar. Það verkar með því að hindra myndun bakteríupróteins og kemur þannig í veg fyrir bakteríuvöxt.

Þú getur lesið þér betur til um lyfið HÉR

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur