spurning um blóðflögur

Sæl hjá doktor.

ég vildi spurja, ég var að leita á netinu en fynn rosalega lítið um það

,, hvað eykur myndun blóðflaga “ ?

blóðflögur eru víst myndaðar í beinmerg og ég hef ekki hugmynd hvað myndi hjálpa myndun en langaði bara að vita hvort það sé hægt að bæta starfsemi þess með ákvöðnum mat eða einhverju öðru.

 

ég vissi ekki hvort það væri rétt að spyrja að þessu hérna, en ég ákvað að prufa.. ef það er betra að spurja annarstaðar, væri gott að fá leiðbeiningar um það ef.

 

takktakk

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Blóðflögur eru myndaðar í beinmerg af frumum sem kallast megakaryocytar. Hlutverk þeirra í samvinnu við aðra storkuþætti í blóðvatni er að stöðva blóðflæði þegar skemmdir verða á æðum. Þá streyma blóðflögurnar að skemmdinni, loða hver við aðra og mynda þannig tappa sem lokar sárinu.

K vítamín er nauðsynlegt þessari starfsemi ásamt því að hjálpa til við beinmyndun.  Undir eðlilegum kringustæðum fær fólk nóg af K-vítamíni úr mat og er skortur því sjaldgæfur ef ungbörn eru undanskilin.  Einhæft mataræði getur ýtt undir skort því er mikilvægt að neyta fjölbreyttrar fæðu sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi.

K- vítamín er í miklu mæli í dökkgrænu grænmeti s.s. spergilkáli, spínati og rósakáli, einnig í kjúkling og sojabaunum, ólífum, eggjarauðum, lifur, nýrum, kornvörum, kjöti og ávöxtum

Ef þig vantar frekari upplýsingar um K- vítamín er ágætt að lesa þessa grein

https://doktor.frettabladid.is/grein/k-vitamin