Sprungnar æðar í augum

Ég er með sprungnar æðar í báðum augum, enginn kláði en smá þurrkur.
Hvað getur valdið þessu og er ástæða til að leita til augnlæknis, það er 6 mánaða bið hjá mínum.

Hvert má ég senda mynd af auganu ?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengasta ástæða fyrir rauðum augum eða sprungnum háræðum í augum eru ofnæmi.þreyta,ofnotkun augnlinsa eða sýking. Sprungnar æðar geta einnig verið byrtingamynd annarra sjúkdóma. Heimilislæknir ætti að geta skorið úr um hvers eðlis er og ef ástæða er til frekari rannsókna þá mun hann vísa þér til augnlæknis sem ætti að stytta biðtíma verulega.  Ég ráðlegg þér að fara fyrst til heimilislækni með þetta vandamál.

 

Gangi þér vel.