Sprungin hljóðhimna

Er allt í lagi að fara með 15 mánaða barn í flugvél sem er með sprungna hljóðhimnu

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef hljóðhimnan er sprungin mun hún ekki valda barninu frekari vanlíðan ef það er það sem þú ert ða velta fyrir þér.

Hins vera er sýkingarhætta aukin þegar rof er á himnunni og þess vegna væri skynsamlegt að ráðfæra sig við heimilislækni.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur