Spjaldhryggur

Sæll Doktor

Ég er búinn að vera slæmur í baki frá 18-30 aldurs.
Nudd og kírópraktor og fleira er eitthvað sem ég fer í 3-6x í mánuði.

Ég er nánast daglega með verki neðst í mjóbakinu(spjaldhryggnum)

Er möguleiki að láta fjarlægja spjaldhrygginn ef hann er að stingast í vöðvana í kring?!

Með fyrirfram þökk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Nei það er ekki hægt að fjarlægja spjaldhrygginn þar sem hann er mikilvægur hluti þess að halda beinagrindinni saman, að við getum staðið, setið og gengið. Það kemur ekki fram hvort þú hafir farið í myndatöku eða aðrar rannsóknir né hvort þú hafir hitt bæklunarlækni. Ég hvet þig til þess að setja þig í samband við sérfræðing og fá skoðun og mat á hvað sé að valda verkjunum og hvað sé við því að gera.

Gangi þér vel