Sortuæxli

Hæhæ, fyrir svolitlu síðan fór ég að taka eftir blett innan á lærinu mínu sem lítur út eins og fæðingarblettur, en þessi blettur hefur aldrei verið þarna áður. Og ég fór að skoða hvort þetta gæti verið sortuæxli því að mér finnst þetta vera í laginu eins og Boarder blettirnir eru. Er eitthvað vit í þessu hjá mér?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að fara til læknis og fáðu skoðun á mat á þessu, það er aldrei of varlega farið.

Meðfylgjandi er tengill á fræðslubækling frá krabbameinsfélaginu um sortuæxli

Gangi þér vel