Snuð

Mælt er með að skipta snuðum hjá börnum út reglulega. Hver er tíminn ? Og hvert er viðmiðið ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru engar algildar reglur um það hversu oft á að skipta út snuðum, það fer að mestu eftir notkun. Mikilvægt er að skoða snuðið alltaf áður en það er sett upp í barnið, eru komnar litabreytingar,sprungur eða gat en þá skal skipta út snuðinu. Fram að sex mánaða aldri barnsins, á meðan barnið er að byggja upp ónæmiskerfið, er ráðlagt að sjóða snuðin reglulega eða setja í uppþvottavél. Eins að skola snuðið áður en það er sett upp í barnið.

Það eru engar rannsóknir sem hafa sannreynt tengsl aldurs snuða og smitsjúkdóma barna.

Þegar sér á snuðinu verður að skipta því út en öðru leyti verða foreldrar að ákveða sjálfir hvenær þeim þykir viðeigandi að skipta út snuði.

 

Gangi ykkur vel.