Smellur í öxlum

Sæl/ll
Mig langar til þess að spyrja hvort þetta sé eitthvað meira en bara brak, enn ef ég lyfti höndunum þá smellur eða brakar í öxlunum á mér og hefur gert lengi, þetta veldur mér engum óþægindum, bara vil vita hvort þetta sé í lagi.

Bkv

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Axlarliðurinn er mjög viðkvæmur og óstöðugur liður frá náttúrunnar hendi. Að honum liggja margir vöðvar sem þurfa að vera sterkir og jafnvægi á milli þeirra til að gera liðinn stöðugan. Smellir í öxlinni geta stafað af ýmsu og erfitt að segja til um hvað þetta er án þess að skoða þig. Það er þó jákvætt að þú hefur ekki óþægindi af þessu. Þú getur prófað að taka inn bætiefni fyrir liðina en þau getur þú fengið í apótekum eða heilsubúðum. Ef þetta heldur áfram og þú vilt fá frekari skýringu á því hvað veldur skaltu fá lækni eða sjúkraþjálfara til að skoða þig.

Gangi þér vel