Smá sár á forhúð

Góðan daginn, ég er með sykursýki týpu 1 og lendi annars lagið í því að fá smá sár á forhúðina, þetta eru sár sem mætti líkja við „paper cut“ og í sannleika sagt er þetta bara ógeðslega vont.

Núna er ég svo kominn með sár hjá bandinu á forhúðinni, það er ekki stórt en samt sár þó ég finni minna fyrir því heldur en hinum sárunum.

Ég hef verið að nota dactakort og það virðist virka, en þarf ég að skoða eitthvað annað eða er þetta merki um að ég sé að borða of mikinn sykur?

Ég reyni að passa mataræðið og hef nýlega lent i slysi þannig ég get ekki stundað ræktina strax svo ég hreyfi mig rosalega lítið.

Er einhver lausn á þessu eða önnur krem eða hvað??

Er 31 árs karlmaður

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Eins og þú veist þurfa sykursjúkir að vanda vel valið á matnum til að halda blóðsykrinum innan ásættanlegra marka. Fótasár er algengur fylgikvilli sykursýki en ég tel ólíklegt að sárið á forhúðinni tengist sykursýkinni beint, frekar að það tengist álagi eða að forhúðin geti verið þröng. Mæli með að þú talir við heimilislækni.

Bestu kveðjur