Slitgigt í hálsi

Getur slitgigt í hálsi orsakað minnkandi blóðstreymi til höfuðs/heila og þannig gert mann óvenjuþreyttan við mikil hlaup t.d. í innanhússfótbolta? Getur of mikil hreyfing gert gigtareinkennin verri?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef það eru miklar bólgur í vefjum kringum slitnuhálsliðina getur það þrengt að og minnkað flæði í nærliggjandi æðum.  Þetta er samt ólíkleg ástæða fyrir þreytunni sem þú finnur fyrir en það er vel þekkt að gigt fylgi mikil þreyta og geta ástæður verið margar og ekki allar þekktar. Blóðleysi,lélegur svefn,verkir og stress valda mjög oft þreytu hjá gigtarsjúklingum. Svokallaðir cytokinesis eru boðefni sem ýta undir bólgumyndun eins og í gigt en þeim fylgir einnig þreyta. Það er því einstaklingnum mikið í hag að halda niðri bólgum t.d. með lyfjum og eða hreyfingu.

Það er mjög mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga að stunda reglubundna hreyfingu og þolþjálfun en einstaklingsbundið er hversu mikil sú hreyfing á að vera. Of mikil hreyfing og röng getur aukið bólgur og þreytu. Best er sjálfur að finna jafnvægi og stunda þá frekar æfingar sem eru mýkri fyrir liðina en þung högg og stökk eru slæm fyrirgigtarsjúklinga,auka einkenni og þreytu. Það getur verið að fótbolti sé of harkalegur fyrir þig en best er að ráðfæra sig við sjúkraþjálfa og fá leiðbeiningar hvaða æfingar eru bestar fyrir þig.

 

Gangi þér vel