Slitgigt

Er það ekki öruggt merki um slitgigt ef maður er með mikinn náladofa í fingrum og verki upp allan handlegg og á erfitt með að kreppa hnefann – auk þess sem stóra táin á vinstri fæti dofna mjög oft?

Er til einhver ráð til að minnka áhrif þessara verkja?

Sæl/l  og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi einkenni eru ekki endilega örugg merki um slitgigt. Ég set hér  tengil á grein um slitgigt sem gæti gagnast þér en ráðlegg þér að ræða þessi einkenni við lækni því þau geta verið einkenni um ýmislegt annað sem gott er að útiloka til þess að hægt sé að ráða bót á þessarri líðan.

Gangi þér vel