Slit

Er eh rað eða krem til að losna við slit :)?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um húðslit og endurbirti eldra svar frá okkur vegna sömu fyrirspurnar og vona að það gagnist þér.

Húðslit er örvefur sem þú getur því miður aldrei losnað alveg við en venjulega er slitið ( sem eru í raun og veru ör)  – rauðleitt á litinn í byrjun, en smám saman á næstu 1-2 árum þá hvítnar það og verður þá minna áberandi nema etv. í návígi. Það sem gerist er að  undirlög húðarinnar – leðurhúðin rifnar og það endurnýjar sig ekki með sama hætti og efsta húðlagið.  Þetta gerist við ofálag á húðina  t.d. við meðgöngu eða ef um ofþyngd eða of hraðan vöxt er að ræða. Ekki hefur verið sýnt fram á að neitt krem eða olía geti komið í veg fyrir húðslit, þar sem það eru neðri lög húðarinnar sem slitna, en mörgum finnst gott að bera krem á húðina og skiptir ekki öllu máli hvaða krem það er, bara að það sé mjúkt og rakagefandi. Skrúbb virkar bara á efsta húðlagið eins og kremin og ætti ekki að skipta máli til eða frá, ef þér finnst það virka þá skaltu endilega halda því áfram.