slappleiki í fótum

Ég er 68 ára og er með gigt en það sem er mér erfiðast að ganga ég er alltaf að detta og dreg fæturnar og þær eru þungar er hægt að gera eittthvað ? Eða er þetta partur af að eldast ? Ég er líka með meltingar sjúdóm er að aka mikið að lyfjum við þessu öllu eg er alltaf syfjuð og þreytt og á erfitt með heimilisstörfið ég skammast mín eg er búin að lenda í tveimur mininiháttar arekstrum t.d. við vegrið og staum svo ég má ekki samkvæmt bóndanum keyra lengur  hvað gæti verið að ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú spyrð hvað geti verið að, þú sért alltaf þreytt, syfjuð og dettin en um leið tekur þú fram sjúkdóma sem þú ert að taka lyf við. Gigtarsjúkdómar geta valdið þessum einkennum þínum en það getur meðferðin  við  þeim einnig gert.  Kúnstin er að finna rétta jafnvægið á milli þess að halda einkennum sjúkdómsins niðri og aukaverkana af lyfjunum.

Það er gott að bóndinn þinn vill hafa varann á varðandi akstur þar sem þú ert að lenda í óhöppum, átt erfitt með dagleg störf og vilt alveg örugglega ekki valda einhverjum skaða eða tjóni.

Ég ráðlegg þér að leggja spilin á borðið hjá þínum lækni og þið farið saman í að finna út hvað í þinni líðan er sjúkdómunum að kenna og hvað lyfjunum og hvort það sé eitthvað hægt að lagfæra þar til þess að þú getir betur notið lífsins og sinnt þínum verkefnum dagsdaglega.

Gangi þér vel