Slæmur astmi

Sæl ég er 20 ára og er akkurat núna með hita,beinverki og vondan hósta og á til með að fá astmaköst. (ég hef verið með astma síðan við fæðingu)
Eruð þið með eitthver ráð yfir því hvernig ég get minnkað astmaköstinn og hóstan.(veit að hóstasaft get ég ekki tekið inn því að það eykur astma) og hvaða verkjalyf er best að taka við sem eykur ekki astma.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er vel þekkt að astmi versnar í víruspestum sem leggjast á öndunarfæri. Þú nefnir ekki astmalyf en að sjálfsögðu væri það fyrsta meðferðin.

Parkódin er svo stundum gefið við slæmum hósta, sérstaklega ef um er að ræða hósta sem heldur fyrir manni vöku eða ef honum fylgja uppköst. Parkódín þarf að fá uppáskrifað hjá lækni.

Ég set með tengil á umfjöllun um astma  til frekari fróðleiks

Gangi þér vel