slæmir verkir

Góðan dag.

Þegar ég fæ þetta 1 x í mánuði vesen, þá fæ ég alltaf svo rosalega mikla verki að ég er bara að kveljast allan daginn og þessir verkir eru að valda mér svo mikilli ógleði að ég kasta yfirleitt alltaf upp, og íbúfen & paratabs eru hætt að virka á þessa verki hjá mér.

Ég fór á læknavaktina í Smáratorgi fyrir áramót, læknirinn sem ég fór til, þar hann skrifaði upp lyf sem eru frekar í sterkari kantinum, og heita Tradolan, og skrifaði, “ 1 tafla eftir þörfum við mestu verkjum“.

Í dag, (11.mars) fór ég í vinnu, þrátt fyrir frekar slæma verki, tók svo 1 svona Tradolan töflu, eftir smá tíma í vinnunni kastaði ég upp af völdum ógleðarinnar vegna þessa slæmu verkja sem ég fæ.

Fyrir stuttu tók ég 1/2 parkodin forte, og það virðist vera sú eina tafla sem nær að slá á þessa verki.

Ég hef verið á pillunni 2 x til þess að reyna minka þessa verki, og ég fann það strax að hún gerði mjög mikið, verkirnir voru svo langt því frá að vera svona slæmir.

En eftir einhverja 4-5 mánuði á pillunni var ég byrjuð að fá ógleði og gat ég því ekki verið lengur á pillunni, hætti á henni, svo ákvað ég að prufa aftur eftir rúmt ár eða meira að prufa og sjá hvort ég gæti verið byrjað aftur án þess að fá ógelði, en það virkaði ekki lengur en svona c.a. mánuður.

Þannig að ég er búin að reyna mikið til þess að minka þessa verki og kvalir, en ekkert virðist virka.

Hvað get ég gert í svona leiðindar veseni?

kv. kristin

 

Sæl,Kristín.

Ég myndi ráðleggja þér að leita til kvensjúkdómalæknis með þetta vandamál. Það geta verið margar skýringar á verkjum t.d. blóðrur á eggjastokkum en til að greina það þarftu læknisskoðun.

 

Gangi þér vel