skyndilegur roði í andliti og handleggjum

Finn að ég hittna allt í einu í andlitinu og þetta stigmagnast (er bara að lesa fréttblaðið er ekki að reyna neitt á mig) Kíki í spegil og þá er ég rauðbleik í andlitinu. Og á handleggjum. Eru þetta einhver ofnæmisviðbrögð?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki gott að segja hvað þetta gæti verið. Þetta gæti verið t.d. vegna æðavíkkunar af sama skapi og þegar einstaklingar roðna. Það eru hugsanir meðvitaðar og ómeðvitaðar sem geta komið því af stað að einstaklingar roðna.

Ef þú hefur verið að borða eitthvað eða í kringum einhver efni sem þú getur tengt þetta við og ef þú telur þetta vera ofnæmisviðbrögð þá myndi ég ráðleggja þér að hafa samband við lækni til þess að athuga það.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur