Skrítnir fæðingablettir

Hæhæ,
Ég vaknaði með tvo litla dökka fæðingabletti inní lófanum, þeir eru smá útstæðir og mér er smá íllt í þeim. Ég svaf líka með hring úr gerfiefni þannig að puttin litast grænn og þetta er akkurat fyrir neðan það. Er þetta eitthvað sem maður ætti að láta kíkja á eða er þetta venjulegt?

Sæl/l og takk fyrir fyrispurnina

Ég held að þetta tengist á einhvern hátt þessum hring sem þú svafst með og það fyrsta sem þú þarft að gera er að fjarlægja hann. Ef hringurinn hefur þrýst inn í lófann á meðan þú svafst getur verið að þetta sé smá blóðgúll undir húðinni sem hverfur á nokkrum dögum en ef þetta lagast ekki eða ef það fer að myndast roði og hiti í kringum þessa bletti þarft þú að láta kíkja á þá með tilliti til þess hvort einhver sýking sé til staðar.

Gangi þér vel