Skrítin veikindi

Góðan dag, mig langar að spurja hvort þið kannist við einkenni sem eg hef. Í ca 3 vikur, hef eg verið máttlaus og erfitt að halda mer uppi, þetta hefur ágerst, meiri þreyta, svimi, hofuðverkur, og sjón versnar, þannig að eg get ekki haldið augunum opnum, me i fókus , listin er aðeins að koma en ógleði er nokkur. Hiti hefur verið 35,5 ????? Mbkv

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú lýsir eru nokkuð almenns eðlis og útilokað að leggja mat á hvað veldur án þess að fram fari skoðun og viðtal. Hins vegar á tímum covid væri líklega skynsamlegt að byrja á því að fara í skimun. Að því loknu og gefnu að þú sért covid neikvæð/ur hvet ég þig til þess að heyra í heilsugæslulækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur