Skola spritt úr auga

Með hverju skola ég spritt úr auga?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Vonandi ertu búin að leita þér aðstoðar og skola augað vel.

Augað má skola með venjulegu kranavatni og svo er til sérstakt augnskol í flestum sjúkrakössum

Aðalmálið er að skola strax og vel, mikið og lengi.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur