Skjaldkyrtillinn

Ég er víst með latan skjaldkyrtil og hef verið á lyfjun við því í nokkuð mörg ár. 100 mg einu sinni á dag.
En hefur ekki sést ástæða til að breta lyfinu eða kanna þætti tengdum honum. Mér finnst ég vera stöðugt þreytt, og er reynda komin með kulnun í starfi sem ég tengi þessu hiklaust.Hef reynt apð vera í heilsuborg í orkutímum sem duga mér svo stutt. Annað sem mér var bennt á að ég á það til að missa röddina í tíma og ótíma, getur það eitthvað tengst honum?. Fæ mjög oft skrýtna hæsi ( án hálsbólgu) ég er einnig með stoðkerfisvandamál slit, og vefjagigt, sem ég vinn bara með til að funkera. Hef alla tíð unnið mikið (er kennari) en fer nú að hætta stöfum vegna aldurs, Var að vona að eiga nokkur góð eftir til að njóta og leika mér.
Með von um hjálp og nánari skýringar. Góðar stundir.

 

Sæl.

 

Það er eðlilegt að fylgjast með skjaldkirtilshormónum reglulega þegar verið er að meðhöndla vanstarfsemi hans og því mæli ég með að þú leitir til þíns læknis til að fá nýjar mælingar á hormónum.  Vefjagigt og stoðkerfisvandamálum fylgir þreyta og úthaldleysi sem leiðir oft til andlegrar þreytu og jafnvel þunglyndis. það er gott að vera meðvituð um það og besta ráðið er að halda sér alltaf í þjálfun t.d. eins og í Heilsuborgum eins og þú hefur verið að gera. Eins getur þjálfunin verið á formi  daglegra göngutúra sem er líka gott fyrir andlegu heilsuna eða sundferðir  og hafa létt handlóð heima til að gera einfaldar. styrktaræfingar. Varla þarf að taka fram að reykingar eru það versta sem maður gerir heilsunni svo ef þú reykir þarf að hætta því.

Varðandi hæsi þá er þarna líklegast um að ræða endurteknar hálsbólgur en þó getur líka verið um einhverja hnúta á skjaldkirtli að ræða. Þetta þarftu að fara með til læknis sem getur skoðað þig nánar.

 

Gangi þér vel