Skipta pillu?

Hæ er 17 ára og er buin að vera í microgyn í 2 ár svo fæ ég mikið bólur útaf pillunni svo þegar ég er í pillupásu þá bólurnar mínar hvarf svo fór ég til læknis til að skipta um pillu og nuna er ég byrjuð á yasmin pillunna og ég er með spurningu má stunda samfarir ef u ert í nýju pillu því að ég stundaði samfarir með kæró og á að byrja i kvöld með pillunni ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þar sem báðar tegundirnar eru samsettar (2 tegundir hormóna) ættir þú ekki að þurfa að hafa áhyggjur ef þú tekur hana rétt inn samkvæmt fylgiseðlinum:

Þegar skipt er af annarri tegund samsettra getnaðarvarnartaflna, skeiðarinnleggi eða getnaðarvarnarplástri. Byrja á notkun Yasmin 28 helst daginn eftir síðustu virku töfluna (síðustu töfluna með virku efnunum) af fyrri tegund getnaðavarnartaflna en ekki síðar en daginn eftir töfluhléið af fyrri tegund getnaðarvarnataflna (eða eftir inntöku síðustu lyfleysutöflunnar af fyrri töflutegund). Þegar skipt er af samsettu skeiðarinnleggi eða getnaðarvarnarplástri, á að fara að ráðum læknisins.

Hins vegar ef þú værir að fara af getnaðarvörn sem innihéldi aðeins prógesterón er mælt með að nota smokk fyrstu 7 dagana samhliða töflunum.

Gangi þér vel