Sjósund og heitir pottar eftir eitlatöku

Ég fór í brjóstnám og eitlatöku úr holhönd. Er í lyfjameðferð. Má ég fara í sjósund? Heita potta?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Almennt er ekki ráðlagt að dvelja lengi í heitum pottum eftir eitlanám,hámark 15 mínútur og helst halda handlegg sem mest upp úr vatninu. Hiti víkkar æðar og þá eykst blóðstreymi og um leið meiri vökvi inn í sögæðakerfið. Kuldi dregur saman æðarnar,stutt köld böð ætti ekki að gera skaða en ég ráðlegg þér að ræða þetta sérstaklega við þinn sérfræðing þar sem umfang eitlatöku er mjög mismunandi.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur