Sjónvandamál sé tvöfalt

Ég datt fyrir 3dögum ( 7jan) og fékk höfuðhögg fór i myndatöku af höfðinu það sást ekki neitt óeðlilegt. En ég sé allt tvöfalt læknirinn sem skoðaði mig sagði að ég gæti verið svona i allt að tíu daga. Er þetta svo eða a eg að leita til augnlæknis.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Flestir þeirra sem verða fyrir höfuðhöggi útskrifast heim og fá ráðleggingar ef ekkert bendir til að um alvarlegan áverka sé að ræða. Það útilokar þó ekki að einkenni geti komið fram eða versnað síðar. Í slíkum tilfellum mikilvægt að hafa samband við slysa- og bráðadeild án tafar.

Sjóntruflanir, sem stundum koma fram eftir væga heilaáverka, lýsa sér meðal annars í erfiðleikum með sjónskerpu þannig að hlutirnir virðast vera í móðu eða tvöfaldir. Einnig getur borið á ljósfælni þar sem augun eru viðkvæmari fyrir birtu og þá geta sólgleraugu dregið úr óþægindum. Tvísýni og ljósfælni hverfur yfirleitt eftir nokkra daga. Ef sjónin batnar ekki er rétt að leita til augnlæknis.

Með ósk um góðan bata.