Sjóntruflun

Góðan dag, ég er 31 árs kona og hef núna í sirka ár verið að fá sjóntruflanir sem lýsa sér þannig að það er eins og blikkandi ljós í vinstra auganu á mér (ljósið er marglitt). Þetta varir í svona mínútu í senn. Þessu fylgir ekki höfuðverkur eða neitt annað. Ég fór til augnlæknis síðasta sumar vegna þessa en hann sá ekkert að augunum á mér sem gæti stuðlað að þessari sjóntruflun.
Þetta virðist ekki gerast við neinar sérstakar athafnir en þó hef ég tekið eftir að þetta kemur stundum ef ég legg mig yfir miðjan dag og er nýstaðin á fætur. Annars gerist þetta nánast á hverjum degi.
Hafið þið einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er gott að þú ert búin að fara tl augnlæknis og útiloka að þetta sé frá augunum sjálfum. Ýmislegt annað getur verið að valda þessu, eins og til dæmis blóðþrýstingstruflun. Ég mæli með því að þú leitir til heimilislæknis og fáir skoðun og mat á því hvað geti hér verið á ferðinni og hvort og þá hvað sé við því að gera.

Gangi þér vel