Sjónskekkja?

Hæ ég var að spá hvort að ógleði og hausverkur gæti tengst sjónskekkju?
Fyrir svona sirka ári hef ég verið að byrja að verða „bílveik“ þegar ég er bara heima og í tölvunni, lesa og horfa á sjónvarpið. Á erfitt með að fara í bío án þess að verða óglatt og get ekki horft á 3D myndir því þá er ég bara við það að æla. Finnst þetta vera að versna og þetta truflar rosa mikið námið mitt. Það er sirka 2 ár síðan ég fór seinast til augnlæknis og þá var ég með smá sjónskekkju og smá nærsýn en ekki það mikið að ég þyrfti gleraugu. Er svona að pæla hvort sjónin sé bara að versna hjá mér.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mögulegt að finna fyrir svima þegar augun vinna ekki saman á eðlilegan máta eins og í sjónskekkju en venjulega aðlagast líkaminn þessu. Hins vegar getur ýmislegt annað valdið ógleði og „bílveiki“.

Ég mæli með því að þú farir til læknis og látir athuga hvað geti valdið þessarri líðan og hvað sé við henni að gera.

Gangi þér vel