Sjálfsvígshugsanir

Sæl/sæll sjálfsvíghugsanir koma annars lagið upp hjá mér er mjög feiminn um að tala um það og skammast mín fyrir þær þetta er nú eitthvað sem ég er ekki að fara að gera en hvar er best að leita til þess að fá þetta útúr hausnum á mér bestu kveðjur xxxx

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er einmitt mjög mikilvægt fyrir einstakling í þínum sporum að ræða hlutina og fá aðstoð eins fljótt og hægt er, þó svo þú teljir þig ekki í hættu að þá er þetta eitthvað sem nauðsynlegt er að leysa.

Ég mæli með hjálparsíma rauða krossins, 1717. Ef þér finnst erfitt að ræða hlutina upphátt þá er einnig netspjall á síðunni þeirra, https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717/hvad-gerum-vid-3. Bæði netspjallið og síminn er opinn allan sólarhringinn. Þar starfa ráðgjafar sem eru tilbúnir að hlusta og leiðbeina þér.

Gangi þér vel

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur