síþreyta

Góðan dag
ég er að taka esopram og búin að taka í nokkur ár,,,, getur lyfið haft þau áhrif að ég þurfi mikið að sofa?? legg mig minnst 3 tíma á dag og er alltaf þreytt??

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt fylgiseðli með esopram getur þreyta og syfja verið aukaverkun með lyfinu. Hins vegar finnst mér ólílegt að þú farir að finna fyrir þessum aukaverkunum nokkrum árum eftir að þú byrjar að taka lyfið og því er líklegra að það sé eitthvað annað sem útskýrir þessa miklu svefnþörf. Ég ráðlegg þér því að panta þér tíma hjá lækni og fá skoðun og mat á því hvað getur verið að valda þessu.

Gangi þér vel