Sinadráttur í fótum

Kemur þegar ég fer að sofa ég tek magnesum daglega en þetta heldur fyrir mér vöku heilu og hálfu næturnatðr, hvað er til ræða?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

 Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mikilvægt að forðast vökvatap, gera teygjuæfingar fyrir og eftir áreynslu og gæta þess að ofreyna sig ekki. Ef sinadráttur er viðvarandi vandamál sem truflar svefn er rétt að leita læknis sem metur hvort grípa þurfi til lyfjameðferðar. Í slíkum tilvikum kemur til greina að nota svefnlyf af vissri gerð eða kínín. Taktu magnesium á kvöldin áður en þú ferð að sofa og gerðu léttar teygjuæfingar.

Læt fylgja með slóð með smá fróðleik um sinadrátt.

http://heilsa.is/fraedsla/heilsufar/vodvar-og-stodkerfi/sinadrattur

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur