Simvastatin

Er með sykursýki 2 og hef tekið við því Glucopage 2 töflur að kveldi, samhliða þessu hef ég tekið Simvastatin en kolesterolið hefur verið vel undir 3 undanfarin ár (get ég ekki hætt að taka þetta lyf og fylgst með hvort kolesterolið hækkar við það).

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega ræða þetta við lækninn þinn. Mögulega er  það hægt í þinni stöðu að prufa að hætta á kólesteróllyfinu og fylgjast vel með því  en það fer eftir ýmsum öðrum þáttum svo sem annarri hjartasögu, reykingum, hvernig gengur með sykurstjórnun og fleiru slíku.

Gangi þér vel