Sertralin


Ég hef verið á Sertralini í sirka 2 ár vegna þunglyndis. Mér fannst hjálp í því í byrjun en núna finnst mér lyfið gera mér meira slæmt en gott. . Ég hef reynt að hætta tvisvar sinnum með slæmum árangri í bæði skiptin. Ég prófaði fyrst að hætta alveg en í seinna skiptið trappaði ég mig með því að helminga lyfið. í báðum tilfellum fann ég fyrir mikilli vanlíðan og endaði með að fara aftur á lyfið. Því er spurningin hvort það sé til betri leið til að hætta á Sertralini ? Á ég að gera þetta í samráði við lækni og þá hvernig lækni (geðlækni, lyflækni osfrv.)

Kv.
Kristinn

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér eindregið að vera í samráði við þinn lækni,helst þann sem skrifar út lyfið fyrir þig,þegar þú ætlar að breyta skömmtum eða hætta notkun. Það e algengt að finna fyrir fráhvarfseinkennum á fyrstu dögum,þegar hætt er töku á Sertralini,en þau einkenni hverfa yfirleitt á 2 vikum. Enkenni eru háð því hversu lengi þú hefur verið á lyfinu og hversu hratt er hætt töku þess. Ef þér finnst Sertralin ekki vera að hjálpa þér með þunglyndiseinkennin ræddu það við lækni og hvort þið getið fundið annað lyf eða leiðir sem hjálpa þér.

 

Gangi þér vel