Sertral og milliblæðingar

Til þess sem málið varðar.

Mig langar að forvitnast ég er búin að vera á lyfinu Sertral síðan um áramótin og kannski tveim vikum eftir að ég byrjaði byrjaði ég að fá milliblæðingar, ég er einnig á pillunni Microgyn, en núna er að koma apríl og ég fæ milliblæðingar daglega. Er þetta eðlilegt eða er eitthvað sem þið getið ráðlagt mér?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Á fylgiseðli með Sertral kemur fram að blæðing frá legi geti verið ein af sjaldgæfum aukaverkunum lyfsins. Þess vegna er ráðlegt hafa samband við lækninn þinn og fá skoðun og mat á því hvað sé að orsaka milliblæðingarnar og hvort ástæða sé til þess ða skipta um lyf.

Gangi þér vel