Sérfræðiþjónusta

Hvaða sérfræðilæknar eru best til þess fallnir veita ráð og hjálp vegna langvarandi fráhvarfseinkenna v. notkunar á bensó lyfjum. Það er meira en ár síðan notkun var hætt (eftir notkun í nokkur ár) en líkamleg einkenni eru enn til staðar. Stöðugt suð í höfði og stífni í hálsi. Er búinn að fara til heimilislæknis án árangurs.

 

Takk fyrir fyrirspurnina

Flestir heimilislæknar eru vel að sér í meðferð fráhvarfseinkenna. Hugsanlega þarftu að skoða aðrar ástæður og þ.a.l. önnur meðferðarúrræði en þessi vegna stífni í hálsi og suð í höfði. Ef þig langar til að leita til sérfræðinga vegna fráhvarfseinkenna gætirðu athugað með göngudeild fíknimeðferðar en til þess þarftu tilvísun frá heimilislækni.

 

Gangi þér vel